Ársrit Búnaðarsambandsins fyrir árin 2006-2008 er nú komið út og á að vera komið inn á öll sveitaheimili á svæðinu. Ef einhverjir hafa ekki fengið ársritið með pósti, er velkomið að hafa samband við okkur og við sendum það um hæl. Í ársritinu er að finna meðaltöl úr skýrsluhaldinu, yfirlit yfir efstu bæi og afrekaskepnur, fundargerðir frá aðalfundum, tölur um búfjárfjölda, starfsskýrslur ráðunauta og margt margt fleira. Einnig er hægt að skoða ársritið sem pdf skjal hér á heimasíðu okkar.