Álag á sumarslátrun dilka

Nú þegar sauðburði er lokið hjá flestum venjulegum bændum er ekki seinna vænna að huga að því hvernig hægt sé að hámarka virði dilkakjötsinnleggsins í haust. Ekkert er enn vitað um þróun afurðaverðs og þær álagsgreiðslur sem sláturhúsin munu hugsanlega greiða fyrir dilkana. Einu verðin sem er búið að gefa út eru svokallaðar álagsgreiðslur vegna sumarslátrunar 2010. Markaðsráð kindakjöts hefur samþykkt að greiddar verði álagsgreiðslur í tvær vikur nú í sumar:

– 600 kr. pr. dilk í viku 35 (30. ágúst – 3. september).
– 300 kr. pr. dilk í viku 36 (6.-10. sept).

Ef sláturhúsin halda áfram að greiða álag á þá dilka sem slátrað er í byrjun sláturtíðar eins og þau hafa gert síðustu haust er ljóst að það gæti orðið töluverður ávinningur hjá bændum að hafa tiltæk lömb til slátrunar á þessu tímabili. KÓE

Posted in BHS