Afkvæmarannsóknir

Samanburður á hrútum í gegnum afkvæmarannsóknir er tvímælalaust árangursríkasta leiðin til að meta kynbótagildi þeirra til kjötgæða. Þar eru hrútarnir metnir með tilliti til þess hvernig afkvæmi þeirra flokkast í sláturhúsi og stigast og mælast á fæti. Ljóst er að margir bændur hafa náð miklum framförum í kjötgæðum með markvissri ræktun og notkun afkvæmarannsókna.

Framkvæmd afkvæmarannsóknanna verður eins og verið hefur, þ.e. skilyrði er að ómskoðuð séu að lágmarki 8 lömb (eingöngu gimbrar eða eingöngu hrútar) undan hverjum hrút og að kjötmatsupplýsingar liggi fyrir um a.m.k. 10-12 lömb. Til að uppgjör geti farið fram þarf bóndi að hafa skilað vorbók.

Í ár verða einungis styrktar afkvæmarannsóknir þar sem eru 8 hrútar eða fleiri og nemur styrkurinn 10.000 kr. Þessir peningar eru teknir af rannsóknar- og þróunarfjárhluta sauðfjársamnings. Við munum samt að sjálfsögðu gera upp og/eða aðstoða menn við uppgjör á afkvæmarannsóknum með færri hrúta eins og verið hefur.

Posted in BHS