Afkvæmarannsóknir sauðfjár

Niðurstöður afkvæmarannsókna sem framkvæmdar voru síðastliðið haust eru nú orðnar aðgengilegar á vefnum. Umfang þeirra hefur aldrei verið meira en nú. Uppgjör var gert fyrir 73 bú en þau voru 68 talsins haustið 2006. Fjöldi afkvæmahópa innan búa var líka yfirleitt meiri núna en síðustu haust. Víða á bæjum sitja synir sæðingastöðvahrúta á toppnum. Eins sést víða að hrútar sem keyptir hafa verið til kynbóta hafa reynst bæta kjötgæði til muna. Það er því ánægjulegt að sjá að sá síaukni áhugi bænda til að kynbæta sitt fé er að skila ótvíræðum árangri. Mjög fróðlegt er að skoða þessar niðurstöður og bændur sem t.d. ætla sér að kaupa lambhrúta næsta haust geta hér séð út efnilega hrútsfeður.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir rannsóknirnar eftir sýslum. KÓE

Uppgjör afkvæmarannsókna 2007 í A-Hún

Uppgjör afkvæmarannsókna 2007 í V-Hún

Uppgjör afkvæmarannsókna 2007 á Ströndum

 

Posted in BHS