Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A-Hún

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A-Hún mánudag 15. feb kl 20:30 í Sjálfstæðissal á Blönduósi

Hrossabændur- Hestamenn

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi mánudaginn 15. febrúar 2010 og hefst kl. 20:30

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf – skýrsla stjórnar og reikningar
Stóðhestahald 2010
Af vettvangi Félags Hrossabænda – Magnús Jósefsson stjórnarmaður í FHB
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma: Aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti.
Önnur mál

Hrossaeigendum er sérstaklega bent á að aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti getur þýtt að einstaklingsmerkja og skrá þurfi öll lifandi hross þ.m.t öll stóðhross í landinu

Mætum öll – kaffiveitingar

Samtök Hrossabænda í A-Hún

Posted in BHS