Fyrsti aðalfundur Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda var haldinn í Ásbyrgi 24. apríl síðastliðinn. Jóhannes Torfason á Torfalæk stjórnaði fundinum sem var vel sóttur. Jón Gíslason formaður BHS flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu mál búnaðarsambandsins. Gunnar Ríkharðsson flutti síðan starfsskýrslu BHS og fór yfir reikninga. Gestir á fundinum voru Haraldur Benediktsson, formaður BÍ og Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands. Fluttu þeir fróðleg erindi og spunnust í framhaldinu nokkrar umræður um þau. Fyrir fundinum lágu nokkur mál og var fundarmönnum skipað í nefndir til umfjöllunar um þau, og þau síðan leidd til lykta. Að lokum voru kosningar. Í stjórn voru kosin Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli, Linda Björk Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum, Jóhann Ragnarsson, Laxárdal, Ólafur Benediktsson, Miðhópi og Skúli Einarsson, Tannstaðabakka. Varamenn voru kjörnir Jón Kristófer Sigmarsson, Hæli, Jakob Sigurjónsson, Hóli, Rögnvaldur Gíslason, Gröf, Matthildur Hjálmarsdóttir, Þóroddsstöðum og Örn Óli Andrésson, Bakka. Skoðunarmenn voru kjörnir Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli og Ólafur B. Óskarsson, Víðidalstungu en til vara Rafn Benediktsson, Staðarbakka og Máni Laxdal, Valdasteinsstöðum. Fundargerðina í heild sinni má lesa hér.