Aðalfundur BHS – 24. apríl – breytt tímasetning

Aðalfundur Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda verður haldinn í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka þriðjudaginn 24. apríl og hefst kl 11. Á þessum fyrsta aðalfundi nýs Búnaðarsambands þarf m.a. að ákveða gjaldskrá sambandsins og semja reglur fyrir Þróunarsjóðinn, kjósa nýja stjórn, breyta samþykktum ofl. ofl. Gestur fundarins verður Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands og ræðir um starfsemi þeirra samtaka t.d. hvaða leiðir þeir hafa valið varðandi gjaldtöku og ráðgjafaþjónustu.

Aðildarfélög BHS (Búnaðar- og búgreinafélög á svæðinu) eru minnt á að kjósa fulltrúa á aðalfundinn á sínum aðalfundum en skv samþykktum BHS kjósa félög með 20 félaga eða færri einn fulltrúa, félög með 21-40 félaga kjósa tvo og félög með fleiri en 40 félaga kjósa þrjá fulltrúa. GR

Posted in BHS