Áburðarsalar hafa gefið út sínar verðskrár. Þær eru allar gengistengdar, þannig er verðskrá Áburðarverksmiðjunnar tengd dollar, verðskrá hjá Búsvís og SS er tengd evru og verðskrá hjá Skeljungi er tengd sterlingspundinu.
Oft getur verið erfitt að bera saman áburð á milli áburðarsala. Þannig eru áburðarblöndurnar oft á tíðum ekki eins og eins er misjafnt hvort fósfór og kalí er gefið upp sem hrein efni eða í sýrlingum. Greiðslukjör eru jafnframt mismunandi.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt sem Búnaðarsamband Suðurlands gerði á verðskrám áburðarsala, þar sem áburðarefni eru jafnframt öll gefin upp í hreinum efnum og samanburður því þægilegri. KÓE