Áburðar- og jarðræktarnámskeið á Ströndum

Bændur eru minntir á námskeið í Sævangi næsta mánudag. Þeir sem hafa áhuga á að mæta en hafa ekki skráð sig eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem fyrst.

Á námsskeiðinu verður fjallað um valkosti í plöntuvali, jafnt einærra og fjölærra tegunda meðal annars belgjurta. Þá verður fjallað um góða vinnuhætti við jarðvinnslu og um áburðarþörf. Hvernig er hún metin og hvernig mætum við þeirri þörf með sauðataði og tilbúnum áburði? Hvaða efnamagn er í sauðataðinu og hvernig nýtist það? Úr hverju er tilbúinn áburður gerður, skiptir leysanleiki fosfórs og hlutfall ammoníum og nítrats einhverju máli? Skiptir máli að hafa brennistein og kalk í tilbúnum áburði? Hvað ræður dreifigæðum áburðar? Er alltaf til blanda sem passar og hvað þá? Námskeiðið er blanda fyrirlestra, sýnikennslu og æfinga.

Kennari: Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Staður og stund: Mán. 6. apríl. kl 13:00-17:00 (5 kennslustundir) í Sævangi á Ströndum.
Verð: 8.500 kr. – Hægt er að sækja um styrk úr Starfsmenntasjóði bænda.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Skrá nafn þátttakanda í skýringar og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is.

Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafi samband í síma: 433 5033/ 433 5000. Eins er hægt að hafa samband við búnaðarsambandsskrifstofuna.

Posted in BHS